Borgar.net

— Go straight to page navigation

16. November 2008

Islenska.org opin almenningi

Á þessum annars ágæta sunnudegi íslenskrar tungu hef ég opnað fyrir notkun á nýrri rímorðabók, orðskiptu, og niðurhali á frumstæðri orðskiptilýsingu sem ég hef haft í smíðum um nokkurt skeið.

Þetta er allt að finna á slóðinni islenska.org, en það er lén sem hefur staðið autt í nokkur ár, eða síðan að ég fékk þá hugmynd að ég gæti framleitt stafræna orðabók.

Hugmyndin er að fleiri tól og virkni færist þarna inn með tímanum. Næstu verkefni verða að auka sjálfvirkni á ýmsum hlutum þarna, ss. útgáfu á gagnagrunninum sem á bakvið þetta liggur (þeas. orðabókinni sjálfri). Mig langar t.d. til þess að varpa orðabókinni yfir í stafsetningarorðabækur fyrir OS X, Ispell, Aspell, og Firefox.

Mér fannst þó vera kominn tími til þess að opna fyrir eitthvað af þessu, enda er enginn ávinningur fólginn í því að þetta liggi dögum saman óhreift á einkatölvunni minni.

Verði ykkur að góðu.

Published: 16. November 2008. Tagged: , , , .