Borgar.net

— Go straight to page navigation

22. janúar 2008

Hagfræði fyrir vinstrimenn

Nú virðist allt benda til þess að fram undan sé ögn af efnahagskreppu. Það gæti verið pínu flókið fyrir þá sem ekki skilja efnahagsmál að átta sig á því hvernig þetta gat gerst þrátt fyrir að hægri íhaldsmenn - sem allir vita að eru eina stjórnmálafólkið sem skilur efnahag og hagfræði - hafa verið við stjórnvöllinn áratugum saman.

Til þess að fólk geti glöggvað sig á þessu hef ég búið til þessa einföldu uppflettitöflu:

Hægristjórn við völd Vinstristjórn við völd
Góðæri Með góðri efnahagsstjórn byggðri á traustum grunni mikillar viðskipta og hagfræðiþekkingar hefur hægri mönnum tekist að framkalla hagsældina. (Ef þetta mundi einhvern tímann henda:) Góðærið á vitaskuld alþjóðleg upptök og vinstrimenn eru að gera sitt besta til þess að skemma allt saman.
Kreppa Kreppan á upptök í alþjóðahagkerfinu og það er ekkert við þessu að gera. Meira að segja vitrustu menn í útlöndum sáu þetta ekki fyrir. Vinstrimenn mættu buxnalausir í vinnuna, hækkuðu skatta, og rústuðu þannig hagvextinum og steypu öllu í glötun (klaufarnir!).

Þetta virkar sumsé eiginlega nákvæmlega eins og bensínverð. Mínus bílarnir.

Ég vona að bæði hægrimenn sem voru búnir að gleyma þessu, svo og þeir vinstrimenn sem kunna yfirleitt að lesa, hafi haft gagn af.

Published: 22. janúar 2008. Tagged: .