Borgar.net

— Go straight to page navigation

02. desember 2007

Þjóðsöngur Íslands

Hér kunngjörist að ég er hæstánægður með nýja þjóðsönginn Íslands. Mér sýnist, allavega svona við fyrstu skoðun, að hér sé smekklega búið að laga lagið til.

Lagið hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, eins og reyndar fleiri af verkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, og ég er feginn að sjá það "lagað". Þegar fram líða stundir ætti þetta svo vonandi að þagga niður í þessu aumdarvoli um að skipa þjóðsöngnum yfir í Ísland er land þitt eða einhverja aðra eins froðu.

Nú legg ég aukinheldur til að við breytum textanum úr "Íslands þúsund ár!" yfir í "Íslands milljón ár!", svona til þess að hafa aðeins meiri kraft í þessu.

Published: 02. desember 2007. Tagged: .