Borgar.net

— Go straight to page navigation

15. apríl 2007

Vatn undir brúna

Fram kom í Silfri Egils í morgun að forsætisráðherra Íslands telur ákvörðun stjórnarinnar um þátttöku Íslands í Írakstríðinu vera "vatn undir brúna". Hann er eiginlega hálf þreyttur á því að fólk vilji alltaf vera að tala um þetta.

Kæri Geir. Ef ég stæli af þér bílnum þínum og þú mundir telja þig eiga sökótt við mig. Mundir þú sætta þig við það svar mitt að þetta væri nú liðið, þetta hefði bara verið ákvörðun sem ég hefði tekið í sínum tíma og væri nú orðin "vatn undir brúna?"

Sá sem tekur svona ákvörðun fær ekki að ákveða hvenær honum er fyrirgefið. Það er algjörlega á hendi þeirra sem verða reiðir að ákveða hvenær þeim rennur reiðin.

Published: 15. apríl 2007. Tagged: .