Borgar.net

— Go straight to page navigation

16. janúar 2007

Um þéranir og véranir

Það er hreint ótrúlegt að vel menntað fullorðið fólk, sem jafnvel er vant ritstörfum, skuli láta sér detta það í hug að reyna að þéranir og véranir. Og renna auðvitað beint á rassinn með það.

Íslenski hluti internetsins á nógu erfitt með nútíma málfars- og stafsetningarvillur (sbr. þær sem er að finna hér á síðunni) að við séum ekki að draga fram málfarsvillur frá þar síðustu öld líka.

Leyfið mér að vera fyrstur til þess að segja ykkur að þéranir eru dautt fyrirbæri sem þið kunnið ekki að nota: Ekki reyna að þéra!

Ég sárbæni ykkur! Það er of langt síðað þið voruð í menntaskóla. Þetta er ekkert nema pínlegt. Þetta gerir ykkur alls ekki fínni, það eina sem gerist er að ég fæ krampakenndan aumingjahroll þegar ég les klúðrið.

Published: 16. janúar 2007. Tagged: , .