Borgar.net

— Go straight to page navigation

18. janúar 2007

Lýsi

Ég byrjaði að háma í mig lýsi fyrir nokkrum dögum. Aðallega vegna þess hversu aðlaðandi Þorri Þorskur hefur gert þetta annars vinsæla fæðubótaefni. Þremur dögum seinna sit ég í vinnunni og velti því fyrir mér hvað valdi því að ég er svona hress.

Getur það virkilega verið að Lýsi hafi svona gríðarleg áhrif? Auðvitað er búið að vera að segja manni þetta alla ævi, en foreldrar eiga það til að vinna sér inn ótrúverðugleika með því að falla ítrekað í rökvillur.

Auðvitað er sá möguleiki fyrir hendi að þetta séu sýndaráhrif en í raun skiptir það mig kannski litlu máli svo lengi sem þau vara.

Published: 18. janúar 2007.