Borgar.net

— Go straight to page navigation

07. júní 2006

Eydís

Scrunchy

Ég get ekki hætt að hugsa um konuna sem keyrði framhjá mér á Klapparstígnum um daginn. Það var eins og hún væri að keyra beint út úr tímavél.

  • Perm og strípur
  • Hvít Mazda (eða eitthvað álíka)
  • Of stór hvít kaðlapeysa og "scrunchy"
  • Drasl í bílnum
  • Barn í bílstól aftur í
  • Logandi sígaretta í munnvikinu

Líkast til mun ég aldrei komast að því hvað hún heitir en ég hef ákveðið að í minningunni skuli hún heita Eydís.

Published: 07. júní 2006. Tagged: .