Borgar.net

— Go straight to page navigation

14. júní 2005

Orð og merking þeirra

Mér finnst það alveg óendanlega fyndið að "spjara sig", í merkingunni að geta bjargað sér, er dregið af því að viðkomandi geti hjálparlaust komist í spjarir (klætt sig í föt).

Ef maður hugsar þetta svona þá er fyndið þegar fólk reynir að spjara sig á þýsku. Eða þegar móðurlausir höfrungakálfar spjara sig í ferskvatni. Eða dýr að spjara sig almennt. Dýr eru oftast ekki mikið gefin fyrir spjarir.

Hvenær fór svo að gera eitthvað samviskulaust að þýða það sama og að gera eitthvað án þess að fá samviskubit? Í minni æsku var ekki einu sinni hægt að gera eitthvað samviskulaust, þá var bara hægt að vera samviskulaus.

Bara hlutir sem eru að skrölta í hausnum á mér í dag.

Published: 14. júní 2005. Tagged: , .