Borgar.net

— Go straight to page navigation

13. júní 2005

Fjandinn hafi það!

Það eru fréttir daglega í blöðunum um viðbjóðinn og mannréttindabrotin sem viðgangast allstaðar um heiminn. Við erum orðinn svo algjörlega samdauna þessu rugli að fyrirsagnir eins og "friðarhorfur góðar" eru jafn hversdagslegar og veðurspáin.

Þar sem ég horfi ekki á sjónvarpsfréttir og les ekki dagblöð né hefðbundna fréttamiðla á netinu er ég kannski ekki alveg fullkomlega firrtur ennþá. Ég held allavega í vonina.

Mér ofbauð nefnilega fullkomlega eftir að hafa lesið fyrst um pyntingar á föngum undir 16 ára aldri í Guantánamo flóa, og þar beint á eftir milljónustu fréttina um ritskoðun á netinu í Kína.

Ég gekk í amnesty. Frekari aðgerðir verða við hafðar þegar mér detta þær í hug. Tillögur um það hvernig ég geti orðið að liði eru vel þegnar.

Published: 13. júní 2005.