Borgar.net

— Go straight to page navigation

17. apríl 2003

Hvað ætlar þú að kjósa?

Fyrir hverjar kosningar er ég spurður "hvað ætlar þú að kjósa?" Þetta er eitthvað sem ég er að reyna að sætta mig við því að ég á alveg eins von á að þetta verði svona það sem eftir er af mínu auma jarðlífi.

Vandamálið er að ég segi nánast aldrei frá því hvað ég kýs (a.m.k. ekki við fólk sem spyr). Það er forvitnilegt hvað fáir af þeim sem á annað borð spyrja að þessu geta sætt sig við að ég vilji ekki segja frá því hvernig ég nota atkvæðið mitt.

Fólki sárnar að ég skuli ekki vilja trúa því fyrir þessu þrátt fyrir að viðurkenna oft fúslega að ég muni falla í áliti hafi ég "ranga" skoðun.

Þá finnst mér betra að vera ömurlegur vegna einhvers sem ég sagði ekki en ömurlegur vegna þess sem ég sagði.

Published: 17. apríl 2003. Tagged: .