Borgar.net

— Go straight to page navigation

22. desember 2002

Jólakakan

Við bökum jólakökuna okkar á hverju ári, enda ómissandi þáttur í jóla-fitun. Hér er uppskriftin:

Hrærið duglega saman...

 • 2 dl Matarolía
 • 250 gr Sykur
 • 1/2 dl Ljóst síróp
 • 4 Egg

Siktið út í hræruna...

 • 350 gr Hveiti
 • 2 tsk Lyftiduft
 • 2 tsk Salt
 • 2 tsk Kanill
 • 1 tsk Muskat

Hellið svo út í þetta...

 • 2 dl Trópí
 • 250 gr Rúsínur
 • 300 gr Saxaðar döðlur (ég vil hafa þær frekar fínt saxaðar)
 • 400 gr Kokeilber (rauð eru flottust)
 • 100 gr Gróft hakkaðar heslihnetur

Svo er bara að baka gumsið við 150° hita í c.a. 65 mínútur (þið verðið sjálf að reikna út fyrir örbylgjuofnana ykkar). Mér finnst persónulega betra þegar hún er ekki of mikið bökuð og er svolítið drullukend ennþá, en hver hefur auðvitað sinn smekk.

Published: 22. desember 2002.