Borgar.net

— Go straight to page navigation

22. ágúst 2002

Ég og einhver annar

Ég fæ ekki með orðum lýst því hvað það fer í taugarnar á mér þegar að fólk byrjar setningarnar sínar á; "Ég og vinur minn þetta og hitt...". Aðallega fer þetta í mig á rituðu máli. Þetta þykir mér alveg dæmigert fyrir óvandað málfar samlanda minna (þar er ég þó svo sem engin fyrirmynd).

Klassískt er að byrja setningar svona; "Ég og Siggi fórum í bíó", þá í stað "Við Siggi fórum í bíó". Íslenskufræðingar eiga vafalítið til eitthvað orð yfir þessa "fyrstupersónusýki" en ég kann það bara ekki.

Published: 22. ágúst 2002. Tagged: , , .