Borgar.net

— Go straight to page navigation

8. september 2008

DV fjallar um tekjur bloggara

Skarast hóparnir bloggarar og lesendur DV nægilega mikið til þess að nokkrum sé sama um þetta? Eru bloggarar raunverulega áhugaverður hópur, eða eru leikarar og fréttamenn á hinum miðlinum orðin þreyttar tuggur? Hvað á að sýna fram á með þessu?

Hvað með að birta tekjur einhverra sem raunverulega mundu vera forvitnilegir. Hvað hafa td. miðlar í laun - hversu mikla peninga hafa þeir af þeim fáfróðu og auðtrúa? Hvað hafa lyfjafræðingar í laun - er okrið að skila sér til starfsmanna? Hvað með pólska verkamenn, er verið að svína á þeim? Hvað með stéttirnar sem sífellt eru að berjast; kennarar, flugumferðarstjórar og mjólkurfræðingar - er einhver fótur fyrir þessu?

Ennfremur má benda á að ef DV vildu raunverulega hrista upp í mönnum ættu þeir að birta tekjur bloggara í einhverjum miðli sem bloggarar raunverulega lesa - til dæmis veflægt - en ekki í einhverjum pappírsgerðum leifum af miðaldahefðum. En það sést kannski best á þessu úrtaki, að blaðið er jafn hugmyndaríkt og það er vandað.

Published: 8. september 2008. Tagged: , .