Orðstír deyr aldrei
Já, veröldin getur svei mér verið hverful. Eina stundina er maður borgarstjóri í höfuðborg smáríkis, en svo skyndilega er maður úthrópaður svikari og pólitískt úrhrak og einhver unglingur búinn að stela starfinu manns. Það getur verið helvíti hált á toppinum og erfitt að halda fótfestu.
Ég er viss um að það er einhverja lexíu að læra af þessu. Eitthvað sem allir í valdastöðum gætu lært af... Bara ef ég gæti sett puttann á það hvað fór úrskeiðis...