Borgar.net

— Go straight to page navigation

24. janúar 2007

Latína

Hermaður: Hvað höfum við hér? "Romanes Eunt Domus?" ... "Fólk sem heitir Rómverjar þeir fara húsið?"
Brjánn: Það-- það stendur, "Rómverjar, farið heim!"
Hermaður: Nei, það gerir það ekki. Hvað er latneska fyrir "Rómverja?" ... Fljótur!

Í kjölfar tilnefningu þessar síðu minnar sem besti einstaklingsvefurinn 2006 hefur umferð á hana aukist mjög skarpt mjög tímabundið. Þar á meðal var loksins fundinn einstaklingur sem kunni latínu.

Í stuttum samræðum sem minntu helst á þetta fína atriði úr óþekktum snemmferli Kaupþings náungans fékkst það á hreint að "Vox Sobria" er (hér með) leiðréttur titill bloggs míns.

Published: 24. janúar 2007. Tagged: , .