Barneignir á Íslandi
Hagstofa Íslands var að birta skemmtilega úttekt á tíðni nafna og fæðingardaga Íslendinga. Ég hef endurgert hér myndrit yfir fæðingardaga eftir mánuði og degi sem ég fann í greininni:
Það er hægt að taka þetta aðeins lengra og teikna meðaltal afmælisdaga eftir mánuðum og þá kemur í ljós ákveðið munstur:
En það er vel kunnugt hversu langan tíma það tekur að þroska barn í móðurkviði svo það er auðvelt að reikna út hvenær hvenær allir íslendingar voru ca. getnir. Þá fáum við annað, svipað, myndrit...
Fengitími á Íslandi?
Hér getum við þá horft á getnaði á Íslandi eftir mánuði og degi, miðað við 268 daga (eða 38 vikna) meðgöngu...
Og aftur eftir mánuðum:
Lesandi er beðinn um að túlka þessi myndrit með hæfilegum skammti af efahyggju. Þótt það geti virst sem svo að "flestir Íslendingar" séu getnir í svartasta vetrarmyrkrinu, þá eru meðgöngur ekki allar jafn langar, og margar enda með inngripum starfsfólks fæðingardeilda (sem kannski skýrir hversu grunsamlega fáir fæðast á jóladag?).
Þegar myndritin eru ekki gagngert að draga fram sveiflurnar þá sést vel að dreifingin er, heilt yfir, mjög jöfn:
Gögnin eru fengin af Hagstofu Íslands, Afmælisdagar 1. janúar 2019, og miðast þau við skráningar í Þjóðskrá í byrjun árs 2019. Í mörgum myndritum hefur 29. febrúar hefur verið fjarlægður úr gögnunum til þess að skekkja ekki meðaltöl.