Borgar.net

— Go straight to page navigation

11. febrúar 2019

Riddara­kross íslensku fálka­orðunnar

Í sumar fór allt í háaloft vegna þess að danskur rasisti ávarpaði hið há­æru­verðuga Alþingi Íslendinga. Ég skal strax játa að ég hafði ekki sterkar til­finningar til þessa atburðar því hvorki þekkti ég til danans né trúi því að þetta væri í fyrsta eða síðasta sinn sem rasisti ávarpar Alþingi. Líklega er það í raun frekar hvers­dagslegur viðburður að kyn­þátta­hatari tali fyrir þinginu.

Það vaki þó athygli mína þegar Elísabet Ronaldsdóttir skilaði fálka­orðu sem hún hafði verið sæmd af þeirri ástæðu að hún „gæti ekki verið í riddara­klúbbi með kyn­þátta­hatara“. Þessi kyn­þátta­hatari var sá sami og talaði fyrir Alþingi en upp hafði komið að í fyrra hafði embætti forseta nælt á hann fálkaorðu.

Upp vakna spurningar og til mikillar ánægju hefur embætti Forseta Íslands gert gögn um fálka­orðuna opin.

Athugið að hér eru taldar orðurnar sjálfar frekar en orðuhafar, þeir geta komið fyrir tvisvar. Margir þeirra sem hafa fengið Stórriddarakross hafa líka fengið Riddarakross áður.

Er það algengt að útlendingar fái fálkaorður?

Já, það er einmitt algengara en ekki. Af þeim orðum sem alls hafa verið veittar hafa þeirra, eða , verið veittar erlendum ríkis­borgurum.

Þetta kemur til af því að milli ríkja er samkvæmt samningum mikið skiptst á titlum og orðum. Meira og minna allir þjóð­höfðingar og makar þeirra sem hingað koma í opin­berar heim­sóknir eru sæmdir. Sem og heil glás af fólki sem unnið hefur eitthvað til þess að greiða götu Íslands eða Íslendinga erlendis. Þetta virkar í báðar áttir og því er við að búast að Guðni Th. Jóhannesson muni safna ýmsum titlum í starfi sínu sem forseti.

Hvers konar fólk fær fálkaorður?

Ég fór í gegnum gögnin og flokkaði fólk niður gróft eftir því hvað mátti telja að ástæðan hefði verið fyrir því hvers vegna það fékk orðu.

Það er sennilega lítið sjokkerandi fyrir lesendur að heyra að flokkurinn „Verslun og iðnaður“ fjallar mikið um fisk.

Það kom mér á óvart hversu mikið magn af hinum ýmsu diplómötum, sendi­herrum, konsúlum, og ræðis­mönnum var að finna í gögnunum. Eftir á á hyggja er þetta kannski ekkert skrítið. Einhver tekur að þér að vera ræðis­maður Íslands í Fjarskanistan, reddar ótal íslendingum í klandri, og fær kannski lítið fyrir. Við sendum þó stundum smá þakk­lætis­vott.

Er mikið veitt af mismunandi orðum?

Ef við skoðum dreifingu tigna á milli Íslendinga annars vegar og útlendinga hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að Íslendingar finnist útlendingar eitthvað fínni eða betri? Bæði eru útlendingar í meiri­hluta og líklegri til þess að hafa fengið æðri orður en íslendingar sjálfir.

Væntanlega stafar þetta þó að mestu leiti af því að eðlis­munur er á orðu­veitingunum. Svo er td. stór­kross með keðju, efsta stig orðunar, einfaldlega frá­tekin fyrir þjóð­höfðinga.

Íslenskir orðuhafar eftir tign:

Erlendir orðuhafar eftir tign:

Kannski ættum við bara að vera duglegri að veita okkur sjálfum orður? Það ætti ekki að vera mjög erfitt að finna frábært fólk hérlendis sem er að vinna van­þakklát starf í þágu annarra.

Svartasta sagan í gögnunum er saga kvenna og breytir þar litlu um hvaða þjóð­erni eða starfa orðu­berar hafa. Aðeins orðu­veitingar hafa verið til kvenna, eða .

Ef orðu­veitingum til íslendinga skiptist það þannig að fara til íslenskra kvenna á móti körlum. En hlut­fall kvenna af útlendingum er aðeins . Íslenskar konur eru því tvö­fallt líklegri að vera sæmdar en erlendar kyn­systur þeirra.

Ef horft er á skiptingu kynjanna yfir tíma sést betur það sem oft er í daglegu tali í kallað feðra­veldi. Hér má mjög bók­staflega sjá karla í valda­stöðum tignaða langt umfram konur.

Nú hefur tala þeirra kvenna sem orðuna hljóta vissulega verið að mjakast upp á við, áratug eftir áratug. Og mætti segja að hlut­falls­lega sé ástandið í dag „allt að koma“, en ef sagan síðustu 40–50 ára er skoðuð er augljóst að það er mun fremur af því að það hefur dregið mikið úr því sem karlarnir er að fá.

Ég vona að vald­hafar sjái sóma sinn í að laga þetta, hvort sem það er með laga­setningu, eða einhvers konar sjálfs­skoðun sem leiðir til þess að orðu­nefnd lærir að skammast sín. 🎖

Published: 11. febrúar 2019. Tagged: , , .