Orðavinda
Framlag mitt til keppninar Þú átt orðið var tölvuleikurinn Orðavinda. Hann byggir á þekktri hugmynd og reyndar langri sögu orðaleikja. Það kom mér skemmtilega á óvart að leikurinn hreppti fyrstu verðlaun í keppninni og að því er virðist af viðbrögðunum hefur mér tekist að stöðva skrifstofuvinnu á Íslandi.
Leikurinn er búinn til í HTML og JavaScript en notar Flash til þess að spila hljóð fyrir þá sem hafa það. Þeim sem eru forvitnir um innviðina er bent á heimili leiksins á GitHub en leikurinn er útgefinn sem frjáls hugbúnaður undir skilmálum GPL hugbúnaðarleyfisins.