Borgar.net

— Go straight to page navigation

22. maí 2008

Mjólkuróþol og kostnaður þess

Ég var að taka á móti sendingu af mjólkurmóteiturspillunum sem ég háma í mig til þess að koma í veg fyrir einkenni mjólkuóþols. Eins og áður hefur komið fram panta ég pillurnar frá bandaríkjum í gegnum netið.

Eitthvað var ég smeikur við að núverandi efnahagsástand hefði áhrif á kostanaðinn í þetta skiptið. Svo reyndist vera.

Svo skemmtilega vildi til að ég varð uppiskroppa með töflur á meðan ég var að bíða eftir sendingunni, og í einhverju hádeginu neyddist ég inn í Lyfju á laugarvegi. Ég gapti þegar afgreiðslukonan hljómfærði verðið og át það upp eftir henni: 4.483 krónur.

Þær amerísku hafa hins vegar lækkað frá því að ég reiknaði þetta saman síðast. Það er af því að ég pantaði 5 pakkningar sem lækkaði hlutfall sendingarkostnaðar í heildarverðinu.


Svona standa stigin í dag:

LactasinLactaid
"Kraftur" pr. pillu33009000
Pillur pr. pakka10060
Verð pr. pakka4483 kr.1994 kr.
Verð pr. pillu44.83 kr.33.2 kr.

Þetta þýðir, dömur mínar og herrar, að mér hefur tekist að lækka kostnaðinn á bandarísku pillunum um 11% á meðan það eina sem íslensku apótekin hafa uppá að bjóða hefur hins vegar hækkað um 60%.

Published: 22. maí 2008. Tagged: , , .