Kæra þjóðskrá
Í ljósi þess að þið eruð sekir um óafsakanlegan aumingjagang á stigi sem eingöngu ríkið fær að komast upp með, ætla ég að hjálpa. Ókeypis.
Gagnagrunns skipunin sem þið eruð að leita að er eitthvað á þessa leið:
ALTER TABLE `thodskra` MODIFY COLUMN `nafn` VARCHAR(250);
Ég legg svo til að þegar þið byggið textaskrárnar sem þið sendið út að þið varpið mannanöfnum yfir í 30 stafi og skaffið þannig bæði nýja rétta skrá og "samhæfða" skrá. Það má gera það einhvern veginn svona:
nafn ~= /^(S+).*?(S+)$/1 2/;
nafn ~= /^(.{1,32}).*$/1/;
Þetta er ekki það mikið mál að fólk þurfi yfirleitt að vita af þessu. Þjóðskrá Íslands getur ekki verið að setja landsmönnum reglur um það hvað má nefna börn á þeim forsendum að hún nenni ekki að skrifa svona marga stafi.
Ef þetta er skortur á þekkingu innanhús þá á einfaldlega að hringja í verktaka og fá þetta lagað. Ég mæli með Miracle.