Borgar.net

— Go straight to page navigation

30. nóvember 2007

Um leikskólatrúboð

Mikið finnst mér undarlegt að klerkar skuli fá að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig þeirra heimsóknum í skóla er háttað. Það er algjör frásinna hvernig sem á er litið.

Ég skil ekki alveg hver rökin eru fyrir því að hleypa klerkastéttinni í fjölmiðla að tjá sig um þetta yfirleitt. Hvernig er einhver sem hefur beinar tekjur af einhverju marktækur í umræðu um það hvort að hann megi það?

Lesendur fyrirgefa, en ég sé ekki að þetta komi trú sem slíkri neitt við. Væri í lagi að ryksugusalar, tryggingamiðlarar, eða kynningarfulltrúar stórfyrirtækja mættu á svæðið með markaðsherferð? Mundi einhver taka mark á þeim ef þeir vældu svo í fjölmiðlum um kúgandi háværan minnihluta?

Published: 30. nóvember 2007. Tagged: , .