Borgar.net

— Go straight to page navigation

28. september 2007

Eru íslendingar mjög spéhræddir?

Ég tók eftir því að skopstæling er ekki sérstaklega vernduð í höfundaréttarlögum. Frekari rannsókn leiddi í ljós að skopstæling er ekki heldur, andstætt því sem ég hélt, sérstaklega vernduð í bandarískum lögum, heldur hefur hæstiréttur sett það fordæmi að slíkt háð sé undanskilið einkarétti á framleiðslu afleiddra verka.

Nú þykir það ekkert óeðlilegt að gera t.d. grín að auglýsingum í áramótaskaupi sjónvarpsins? Er svo að skilja að það sé ekki strangt til tekið löglegt? Veit einhver til þess að hæstiréttur á íslandi hafi dæmt eitthvað svipað þeim bandaríska, eða er þetta ennþá eitthvað sem bíður prófs?

Published: 28. september 2007. Tagged: .