Borgar.net

— Go straight to page navigation

16. júlí 2007

Hvers vegna eru lög og regla?

Þegar mótmæli umhverfissinna áttu sér stað nú á laugardaginn var ég staddur í vinnunni með ágætis útsýni yfir svæðið. Ég tók meira að segja myndir.

Nú skal ég skal ekki segja hvort að lögreglu hafi verið heitt í hamsi þegar hún stöðvaði fjörið. Hvort mótmælendur hefðu vikið frá fyrir sjúkrabílum á ferð. Hvort réttur til þess að mótmæla sé hafinn yfir samfélagslega ákvörðun okkar um að treysta lögreglu til þess að halda reglu.

Þó get ég fullyrt að það leið drjúgur tími frá því að lögreglan mætti á svæðið þar til að slökkt var á græjunum. Ætli það hafi verið vegna þess að það tók 30 lögreglumenn svona langan tíma að berjast með kylfunum sínum í gegnum 60 unglinga, eða ætli þeir hafi kannski reynt að beita rökum eða fortölum fyrst?

Published: 16. júlí 2007. Tagged: , , .