Borgar.net

— Go straight to page navigation

22. maí 2007

Hvað kostar mjólkuróþol?

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er alltaf að borða pillur. Venjulega er þetta gegn mjólkursykri. Mig skortir þetta innbyggða kerfi til þess að melta mjólk. Þar sem mjólkursykri er bætt út í nánast öll matvæli sem seld eru út úr búð á Íslandi er þetta ekki spurning um neitt annað en nauðasjálfsvörn.

Kostnaðurinn af þessu er ekkert grín. Mér er slétt sama þótt fólk sé alltaf að furða sig á þessu pilluáti mínu. Mér finnst ergilegra að þessi fötlun kosti mig tugi þúsunda á ári. Svo hefur verðið á pillunum hækkað um u.þ.b. þúsund krónur á síðastliðnum 2-3 árum. Þetta fer því ekki batnandi.

Þess vegna gerði ég smá tilraun og pantaði mér mjólkuróþolspillur frá Bandaríkjunum. Þessar heita LactAid og eru mun sterkari og betri en þessi eina tegund sem fæst hérlendis.

Ég átti alveg eins von á því að þurfa að standa í veseni til þess að reyna að koma þessu í gegnum tollinn, jafnvel að það gengi alls ekki. En þó var ég búinn að tala við bæði lækni og lyfjafræðing um málið og báðir fullyrtu að mjólkuróþolspillur flokkuðust ekki sem "lyf" heldur fæðubótaefni.

Hvernig gekk?

Jú, sendillinn frá UPS keyrði þetta í vinnuna til mín núna fyrir helgi. Þau hjá Lyfjastofnun höfðu skoðað ofan í kassann og stimplað hann í lagi. Ég þurfti ekki að gera annað en strauja kortið mitt fyrir sköttunum. Erfiðara var það nú ekki.

Skattar og sendingarkostnaður er nánast 60% af heildarverðinu þegar ég er kominn með vöruna í hendurnar. Sennilega gæti ég náð því niður með ódýrari sendingaraðferð og meira magni í einu. En svona lítur dæmið út:

4 LactAid kassar (keyrðir upp að dyrum):8,948 kr.
þar af fluttningskostnaður og skattar:5,217 kr.
60 pillur * 4 kassar= 240 pillur.
8,948 kr. / 240= 37.3 kr. per pillu.
1 Lactasin dós í dæmigerðu íslensku apóteki:ca. 2800 kr.
2800 kr. / 100 pillur= 28 kr per pillu.
Teknar 3-5 pillur í einu * 28 kr= 112 kr. skammturinn.

Í praxís er það er sem sagt þrefallt dýrara að fá ekki amerískar pillur hraðsendar heim að dyrum.

Eitthvað segir mér að álagingin hérna heima sé líklega ögn meiri en þörf er á.

Published: 22. maí 2007. Tagged: , .