Út með það gamla
Það hefur verið mikið að gera hjá mér undanfarið. Það sér þó fyrir endann á því versta í vikulok. Fyrir utan venjulega vinnudaga er ég búinn að vera í símanum stanslaust undanfarið, milli þess sem ég leik kerfisstjóra.
Það kom auðvitað að því að gamla vefkerfið mitt, sem ég var hættur viðhaldi á, varð undir spamvaltara. Spamtól eru orðin nógu þróuð til þess að ruslið skríði inn um öll opin göt á netsíðum. Þeir tveir notendur sem eftir voru enn að nota gamla kerfið voru hreinlega að drukkna í rusli í ummælakerfum sínum.
Svo ég er búinn að færa allt heila klabbið yfir í Wordpress. Mér þykir auðvitað svolítið vænt um gamla kerfið mitt, en ég verð að sama skapi líka mjög feginn því að losna við það.