Borgar.net

— Go straight to page navigation

20. desember 2006

Sjálfsmeðvitund

Góð uppskrift af gríðarlegum skammti af sjálfsmeðvitund er að sitja og góna á eigin vefsíðu þar sem henni er varpað með á stærðarinnar tjald. Þetta er þá helst framkvæmt innan um tugi fólks á ráðstefnu eða opnun af einhverju tagi. Það hjálpar til að hafa mynd af sér á síðunni.

Þetta kom ekki einu sinni fyrir í vikunni sem leið, heldur tvisvar. Reyndar var það sínu auðveldara í annað skipið. Mögulega er þetta byrjunin á einhverskonar hefð?

Það ekki svo að skilja að ég sé að stofna sértrúarsöfnuð. Heldur er hann Már búinn að vera að kynna, og opna, Stillingar.is og það vill svo til að þessi síða er mjög heppilegt dæmi um útfærslu á samspili við þjónustuna.

Þessa útfærslu mína stendur öllum til boða að nota. Þeas. öllum sem nota Wordpress. Þetta er einföld viðbót sem hægt að nálgast hér á síðunni. Reyndar vantar ennþá með henni íslenska þýðingu. Ég er tvístígandi með útfærslu á því, endilega hafið samband ef ykkur vantar þýðinguna.

Published: 20. desember 2006. Tagged: , , , , .