RE: Pyntingar
Nú vitum við flest fullvel að pyntingar virka ekki til upplýsingaöflunar. Þeir sem eru pyntaðir segja ekki "satt" eða "rétt" frá. Þeir segja einmitt mun frekar það sem þeir halda að kvalari þeirra vilji heyra til þess að pyntingum linni.
Sá vitnisburður sem fæst með þessum hætti er því engan veginn marktækur. Pyntingar virka því bara til þess að knýja fram ómarktækar játningar. Í tilfelli stjórna virka þær eingöngu til þess að réttlæta kúgunarstefnu með röngum vitnisburði. Samanber þegar einræðisstjórnir knýja fram játningar til þess að réttlæta drápin á þeim sem þær gefa.
Þetta veit bandaríkjastjórn fullkomlega. Svo ég spyr, ef það er raunverulegt lýðræði og frelsi í Bandaríkjunum, og ekkert þarf að réttlæta - hvers vegna var þá bandaríska þingið að lögleiða pyntingar?