Borgar.net

— Go straight to page navigation

15. maí 2006

Framsóknarflokkurinn

Ég hef löngum velt fyrir mér Framsóknarflokknum. Það er undarlegt með þann stjórnmálaflokk að hann fær alltaf eitthvað fylgi í hverjum kosningum, en samt þekki ég ekki nokkurn mann sem er tilbúinn til þess að játa á sig framsóknarmennsku.

Í ölvun okkar á föstudaginn áttum við nokkrir leið inn á framsóknarsamkomu. Við vorum þangað komnir til þess að hitta félaga okkar sem var að vinna þar. En á leiðinni rann það upp fyrir mér að þetta gæti verið flóknara en flótt væri á litið.

Hvað ef ég hitti einhvern sem ég þekki?

Það væri kannski svipað og að hitta einhvern sem þú þekkir á Húð-og-hitt. Næst þegar þið hittist, þá teljið þið báðir ykkur vita meira um hvorn annan en hóflegt er.

Enda var það þannig að þegar einn okkar hitti kunningja sinn á staðnum þá gripu þeir strax hvor í annan og sóru að þeir væru ekki framsóknarmenn.

Ég þekki ótal manns sem hata og fyrirlíta flokkinn af ástríðu. Það vantar ekki. En að finna yfirlýsta framsóknarmenn, það er ekki svo auðvelt. Framsóknarmenn blóta flokkinn á laun.

Published: 15. maí 2006. Tagged: .