Borgar.net

— Go straight to page navigation

20. apríl 2006

Ný heimasíða

Ég er búinn að gefast upp á því að halda eigin vefumsjónarkerfi við og er nú búinn að skipta því út fyrir Wordpress.

Ég á reyndar ennþá eftir að finna út úr því hvernig ég ætla að aðgangsstýra læstum færslum. Það ætti ekki að vera óyfirstíganlegt að skrifa einhverja viðbót fyrir kerfið sem sér um það. Þangað til að það gerist verð ég bara að skipta baktalinu út fyrir alvöru meinyrði.

Ég er þegar búinn að skrifa nokkrar viðbætur fyrir Wordpress. Þar er helst að telja markup túlk sem sér um umbrot á þessum texta. Ég taldi það skynsamlegra að færa túlkinn úr gamla kerfinu yfir í Wordpress viðbót en að breyta öllum gamla textanum mínum.

Svo smíðaði ég mér þetta fallega þema, sem virðist reyndar á yfirborðinu nákvæmlega eins og það gamla.

Planið er svo að opna aftur fyrir það sem er horfið; mp3 og læstar færslur. Svo hafði ég hugsað mér að gefa út þessar viðbætur sem ég hef skrifað í von um að þær gagnist einhverjum öðrum en mér.

Published: 20. apríl 2006. Tagged: , , .