Borgar.net

— Go straight to page navigation

19. janúar 2006

;-)

Mér finnst það óendanlega skemmtilegur siður að blikka einhvern. Þá er ég ekki að tala um þessi semikomma-bandstrik-svigi textablikk sem tíðkast á internetunum. Heldur á ég við það þegar einhver, svo lítið beri á, loki snöggt öðru auganu í átt að einhverjum einum áhorfanda.

Blikkið gefur auðvitað til kynna að það sé eitthvað meira en sést á milli blikkarans og blikkþegans. Leynilegt samband. Blikkarinn vill oftar en ekki koma því til skila að hann "viti" það sama og blikkþeginn en aðrir hins vegar ekki.

Svo er maður blikkaður og veit ekkert af hverju. Nánast undantekningarlaust þegar einhver blikkar mig þá hef ég ekki hugmynd um það hvers vegna það er að gerast.

Nema að nærvera mín valdi fjörfisk?

Published: 19. janúar 2006. Tagged: .