Borgar.net

— Go straight to page navigation

4. ágúst 2005

Jóhann Teitur Egilsson

Langalangafi minn, Jóhann Teitur Egilsson

Þessi töffari er hann langa-lang-afi minn. Hann var snikkari, elligar trésmiður, frá Árnessýslu. Ég rak augun í þessa mynd af honum heima hjá mömmu um daginn. Það var nú aðallega vegna þess að hann er með sama yfirvaraskegg og ég. Jóhann var samkvæmt mömmu framtakssamur og átti bæði nóg af peningum og börnum. Fjölskyldan talaði alltaf um hann af mikilli virðingu.

Ég gúglaði hann og fann tvær tilvísanir (bls. 23). Það verð ég að segja að er vel af sér vikið fyrir einhvern sem var uppi löngu áður en nokkrum datt í hug að búa til internet.

Langaamma mín, sem kenndi mér að spila og tefla (og tapa), sagði stundum söguna af því þegar að hún var lítil og Jóhann fékk dætur sínar taka lýsi:

Hann þeim systrum lýsi og þær fengu aur fyrir að taka það sem þær settu alltaf í baukinn á hillunni. Þegar þær voru orðnar stálpaðar fengu þær svo að vita að í hvert sinn sem lýsið var að klárast tók hann úr bauknum og keypti fyrir það meira lýsi.

Henni fannst þetta gríðalega fyndið þrátt fyrir að þetta væri á hennar kostnað - eða allavega svona eftirá.

Published: 4. ágúst 2005. Tagged: , , , , .