Borgar.net

— Go straight to page navigation

12. apríl 2005

RPM -hiv

Þegar maður setur inn RPM pakka á Linux kerfum þarf maður að gefa skipunina rpm með stillingunni -i (install). Þá er líka góð hugmynd að nota -h (hash style progress bar) og -v (verbose) til þess að maður sjái betur hvað er að gerast.

Dag einn, fyrir mörgum tunglum síðan, var ég að sýna kunningja mínum þetta og segi svona:

Þú notar bara rpm -ivh og svo nafnið á fælnum.

Hann er fljótur að hugsa og spyr:

Er í lagi að skrifa rpm -hiv af því að ég held að ég eigi auðveldara með að muna það þannig?

Ég get ekki sett inn RPM pakka án þess að mér verði hugsað til þessa. Að sjálfsögðu hef ég líka alltaf skrifað þetta svona síðan.

Published: 12. apríl 2005. Tagged: , .