Borgar.net

— Go straight to page navigation

4. mars 2004

Sú Gullna

Fór að sjá El Dorado með BRE í kvöld. Hún var sýnd af Kvikmyndasafni Íslands í Hafnfirska bíóhúsinu þeirra, Bæjarbíói. Sérkennilegt bíó með ákaflega óþægilegum sætum en gífurlegum rómantískum sjarma. Það gerir upprunaleg innrétting húsnæðisins ásamt skorti á smekkvísum kvikmyndaunnendum á Íslandi.

Myndin er auðvitað ein af mínum uppáhalds og gott ef hún nær ekki svo langt að vera "eftirlætis vestrinn". Hún er smekklega skrifuð enda er þetta eiginlega önnur tilraun með handritið. Hún troðin af húmor og kjánalátum því flestar sögupersónur eru vitleysingar sem hnýta stöðugt í hvern annan.

Baðatriðið er sérstaklega gott. Mjög eftirminnilegt. Einnig er alveg sértaklega skemmtilegt hvernig píanóið á barnum er notað.

Það var allavega gaman að sjá hana loksins í bíó.

Published: 4. mars 2004.