Borgar.net

— Go straight to page navigation

23. mars 2004

Enter the Kastljós

Mér fannst það mögnuð upplifun áðan að sjá Ástþór "frið 2000" Magnússon og Svanhildi Hólm í Kastljósinu. Hreint út sagt stórfenglegt. Svanhildur hafði það greinilega á stefnuskránni sinni að grilla Ástþór sem svaraði bara nokkuð vel fyrir sig miðað við. Það var ekki á þeim að sjá hvort þeirra var vitlausara.

Mér þótti það samt hápunkturinn þegar að Ástþór vitnaði í "vin sinn" og sagði okkur frá fingrunum sem vísar að tunglinu; "ef þú horfir á fingurinn muntu verða af því að sjá tunglið". Þetta er fínn taóismi, að reyna að sjá skóginn frekar en trén, enda var það lærður taóisti sem sagði (u.þ.b.) þetta. Nefnilega, sifu Bruce Lee sjálfur:

It's like a finger pointing a way to the moon, don't concentrate on the finger, or you will miss all the heavenly Glory

Þetta er úr Enter the Dragon (1974). Mæli með henni. Hún er allavega vitrænna sjónvarpsefni en Kastljósið.

Published: 23. mars 2004.