Ég ætla að senda þér nokkur vel valin ljóð
Sei Shônagon (~965 e.Kr.) skrifar:
One has sent a friend a verse that turned out fairly well. How depressing when there is no return poem! Even in the case of love poems, people should at least answer that they were moved at receiving the message, or something of the sort; otherwise they will cause the keenest disappointment.
Í þá daga var hefðin sú að, fengi maður ljóð sent, svara um hæl með einhverju viðeigandi ljóði. Þótti það dónalegt með eindæmum að svara ekki eða fá einhvern til að svara í manns stað. Það var í lagi að svara ekki ástarljóðum. Það þýddi þó að maður var fullkomlega áhugalaus um viðkomandi.
Mér finnst þetta heillandi siður.