Borgar.net

— Go straight to page navigation

17. september 2003

Hver á internetið?

Eins og allir tæknimenn og nördar (og örugglega allir sem þekkja þá) ættu að vita núna hefur alvarlegur hlutur gerst með internetið sem við elskum svo mikið. Verisign fyrirtækið sem er ábyrgt fyrir því að halda utan um rótarlénin .com og .net hefur ákveðið að eigna sér öll þau lén sem nú þegar hafa ekki verið seld.

Í gær var það þannig að óskráð lén (ss. thettalenerekkitil5.com) voru ekki til. Í dag eru öll lén til, en þau sem eru óskráð eru nú á IP tölunni 64.94.110.11 sem miðlar heiminum auglýsingavef frá Verisign.

Þetta þýðir m.a. að:

  • Verisign safna nú upplýsingum um beiðnir um lén sem eru ekki til og segjast ætla að nota þær (ie. selja).
  • Öll lén eru nú til. Það þýðir að DNS er einfaldlega hætt að virka eins og það er upprunalega hugsað. Allir hlutir sem stóla á uppflettingar í DNS verða að athuga nú að athuga hvort að flettingin sem kom til baka er ofangreind IP tala.
  • Öll óskráð lén keyra núna sitefinder pay-per-click leitarvél sem skilar notendum keyptum niðurstöðum og Verisign peningum.
  • Allir aðrir lénasalar eru nú komnir í ákaflega óheppilega samkeppnisaðstöðu þar sem Verisign hefur auglýsingavef á óendanlega mörgum lénum.
  • Allar leitarvélar eru nú komnar í ákaflega óheppilega samkeppnisaðstöðu þar sem Verisign rekur leitarvél á óendanlega mörgum lénum.

Þetta er allt frekar ógeðfelt, og reyndar svo alvarlegt siðferðisbrot að u.þ.b. allir sem hafa grunnskilning á málinu eru alveg rjúkandi. Ég vil hvetja alla sem mögulega ráða við að fylla út í net-eyðublöð að skrifa undir mótmælin.

Published: 17. september 2003. Tagged: , .